Grænagróf hjóla og gögnustígur
Framkvæmdin hófst á upprifi núverandi yfirborðs þar sem breytingar verða. Að því loknu fólst framkvæmdin í fullnaðarfrágangi göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaá við Grænugróf í Elliðaárdal ásamt stígagerð frá Grænugróf að Breiðholtsbraut. Framkvæmdin fólst einnig í breytingum á reiðstígum og gerð nýs áningarstaðar við Dimmu. Hluti heildarframkvæmdarinnar fólst í landmótun og frágangi gróðursvæða við brúna og nýju stígana, stígalýsingu og nýjum skiltum og merkingum í tengslum við hana.
Verkið er enn í vinnslu og verkkaupi er Reykjavíkurborg.