Öryggi

Öryggis- og gæðamál

Stjórnendur fyrirtækisins hafa í algerum forgangi að tryggja að starfsmenn þeirra komi heilir heim úr vinnu alla daga. Þetta er gert með því að mæta öllum lagalegum og samningsbundnum kröfum sem við eiga. Stöðugt er fylgst með ÖHU-árangri og verklag verktaka endurskoðað með það að markmiði að lágmarka áhættu eins og hægt er með góðu móti og stuðla að sífelldum umbótum. Öllu starfsfólki ber að fylgja verklagsreglum fyrirtækisins, leiðrétta og tilkynna brot á reglum, óöruggt atferli og aðstæður, auk þess að taka virkan þátt í ÖHU-fundum, -nefndum og tilskilinni þjálfun.

Okkar helsta markmið er að tryggja heilbrigði og öryggi starfsmanna okkar meðan á vinnu stendur og tryggja að ekkert umhverfisslys verði á vinnusvæðum Gleipnis Verktaka. Með þeim ferlum og stjórntækjum sem er að finna í þessari handbók munum við leitast við að gera vinnustaðinn öruggan fyrir alla sem starfa hjá okkur.