Um Gleipnir

Um Gleipnir

Félagið Gleipnir verktakar ehf. Var stofnað árið 2008. Síðan þá hafa Gleipnir tekið að sér ýmis krefjandi verkefni á sviði jarðvinnu, lagna og almenns yfirborðsfrágangs. Helstu verkkaupar hafa verið Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbær, Vegagerðin, OR, Veitur og ýmis sveitarfélög.
Starfsmenn félagsins hafa allir mikla reynslu í faginu og eru um það bil 20 manns að vinna hjá Gleipni verktökum á árs grundvelli. Fjölskyldu/starfmannastefna fyrirtækisins er skýr og lögð er mikil áhersla á fastan og jafnan vinnutíma árið um kring. Með jöfnum og reglulegum vinnutíma teljum við að það séu minni lýkur á óhöppum og alvarlegum slysum.
Þannig geta starfsmenn sinnt fjölskyldum sínum í leik og starfi á eðlilegan hátt auk þess sem að þetta skapar meiri ánægju hjá starfsmönnum okkar. Starfsmannavelta fyrirtækisins er lítil og er það okkar mat að það sé ekki síst af þessum ástæðum.

Sagan af tilkomu Gleipnis

Gleipnir eru galdrafjötrar sem æsir notuðu til að binda Fenrisúlf.
Eftir að Fenrir hafði slitið tvo hlekki sem æsir komu á hann, ákváðu þeir að leita hjálpar hjá dvergi nokkrum sem var víðkunnur galdrameistari. Skírnir boðberi Freys var sendur til neðanjarðar smiðju dvergsins til að fá hann til að smíða galdra fjötur fyrir æsi.
Dvergurinn féllst á að taka verkið að sér og bað Skírni um að koma aftur eftir mánuð, því að það tæki nokkuð langan tíma að afla efnispartanna sem að þyrfti í fjötrana.
Skírnir kom aftur að mánuði liðnum og spurði dverginn um fjötrana. Dvergurinn sagði: „Fjöturinn er tilbúinn og ég skal segja þér úr hverju hann er gerður. Ég hef sett hann saman úr sex efnispörtum svo haganlega tengdum, að hvergi hattar fyrir.“
„Hverjir eru þessir frábæru efnispartar?“ spurði Skírnir.
Hann er gerður úr dyn kattarins, skeggi konunnar, rótum bjargsins, sinum bjarnarins, anda fisksins og af fugls hráka. „Ekki fæ ég trúað þessu.“ mælti Skírnir. „Enginn hefur nokkurn tíma heyrt getið um dyn af hlaupi kattarins, og ekki hafa konur skegg né fiskar andadrátt né björg rætur. Þessi hlutir eru einfaldlega ekki til.“ „Þess vegna tók mig mánuð að finna þá“ mælti dvergurinn.
Skírnir sneri aftur til Valhöll með örþunnann þráðinn fullur efasemda.
Æsir voru ekki síður vantrúaðir þegar Skírnir sneri aftur með fjöturinn, en Óðinn ákvað að reyna hann samt sem áður vegna orðspors dvergsins.
Æsirnir plötuðu Fenri til að koma með sér til fjarlægs staðar sem að kallaður var Lyngvi. Þegar þeir komu til Lyngva, spurðu þeir Fendri hvort hann væri ekki til í að reyna að slíta smá band sem þeir hefðu haft með sér, til að prófa styrk sinn.
Úlfurinn sagði: „Mér líst þannig á þennan dregil að enga frægð muni ég hljóta af að slíta svo mjótt band.“ En úlfinn grunaði að bandið væri gert með einhverjum töfrum, svo að hann fékkst ekki til að setja það á sig, nema að einhver ásanna myndi legga hönd sína í munn hans að veði.
Enginn ásanna nema Týr þorði að leggja hönd sína í munn Fennris. Þegar Fenrir áttaði sig á að Gleipnir var gerður með göldrum, beit hann tönnunum saman og höndina af Tý.
Þegar ljóst var að máttur Gleipnis var svo mikill að Fenrir gat ekki slitið hann, drógu æsir endann á þræðinum í gegnum hellu eina sem að nefnist Gjöll, og festu helluna langt niður í jörð. Þá tóku þeir stórt bjarg og skutum enn lengra. Það hér Þviti, og höguðu það fyrir festahælinn. Þar mun Fenrisúlfur liggja til Ragnarraka.