Þjónusta

GLEIPNIR ÞJÓNUSTA

Gleipnir verktakar ehf tekur að sér öll stærri sem smærri jarðvinnuverk, einnig allar tegundir yfirborðsfrágangs. Jafnframt sér félagið um vetrarþjónustu s.s. snjómokstur og söltun. Félagið hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af allri lagnavinnu s.s. fráveitu, vatn- og hitaveitu, há- og lágspennu og fjarskiptalögnum. Byggingadeild félagsins er undir forystu húsasmíðameistara. Með félaginu starfa iðnmeistarar sem undirverktakar í pípulögnum, raflögnum, múrverki, garðyrkju og blikksmíði.

Malbikun

Malbiksviðgerðir og malbikun bílastæða og göngustíga

Smærri sem stærri verkefni fyrir sveitarfélög, húsfélög, fyrirtæki og einstaklinga bæði í malbiksviðgerðum, malbikun bílastæða og göngustígagerð.

JARÐVEGSLAGNIR

Mikil reynsla og þekking

Mikil reynsla og þekking í lagningu allra jarðvegslagna s.s. hitaveitulagnir, kalt vatn, fráveitulagnir, ljósleiðara, rafmagns lagnir, snjóbræðslu lagnir og fl.

YFIRBORÐSFRÁGANGUR

Yfirborðsfrágangur

Tökum að okkur hverskonar yfirborðsfrágang s.s. hellulagnir, steyptar, stéttar, þökulagnir, gróðursetningar, málun bílastæða, uppsetningar á ljósastaurum, uppsetningar á hleðslustöðvum, málun bílastæða og fl.

Jarðvinna

Jarðvinna

Öll almenn jarðvinna hvaða nafni sem að hún nefnist.

BYGGINGARDEILD

Byggingardeild

Hjá fyrirtækinu er starfrækt byggingardeild. Byggingardeild okkar tekur að sér alla byggingarvinnu hvort heldur er í nýsmíði eða viðhald.

Vetravarnir

Vetravarnir

Tökum að okkur vetravarnir vegna hálku og snjós, félagið er vel tækjum búið til að sinna söltun og snjómokstri á smáum sem og stórum plönum fyrir húsfélög og fyrirtæki. Félagið býður upp þjónustusamning sem innfelur vöktun plana og þjónustu eftir þörfum.