Umhverfisáætlun

Umhverfisáætlun

  • Kolefnisspor: Gleipnir er með landi í fóstri þar sem gróðursett hefur verið árlega á vegum fyrirtækisins.
  • Eldsneytisnotkun: Verktaki hefur á stefnu sinni að draga úr notkun jarðefnaeldsneyti með því að allir smábílar fyrirtækisins verði rafbílar og gerir sú áætlun ráð fyrir því að því verði lokið fyrir árslok 2026. Flest tæki og vinnuvélar fyrirtækisins eru nýleg og ávallt er horft eftir umhverfis stöðlum viðkomandi tækis. Gleipnir verktaka hafa einnig staðfest pöntun á rafmagnsvörubíl og er hann væntanlegur 2024.
  • Sorp og flokkun úrgangs: Allur úrgangur er flokkaður og hann losaður á viðurkenndan losunarstað. Flokkun fer fram jafnóðum á verkstað og eru flokkunar ílát á starfsstöðvum okkar. Þetta á að sjálfsöguð einnig við um spilliefni og olíur.
  • Orku og sparandi aðgerðir: Brýnir fyrir starfsmönnum að draga úr lausa göngu vinnuvél og tækja.
  • Mengun: Þar sem vinna þarf með hættuleg efni skal tryggja að slík efni séu rétt merkt. Þá skal fara fram ítarleg áhættugreining með upplýsingum um allar eftirlitsráðstafanir, starfsþjálfun, persónuhlífar, verklagsreglur við hreinsun eftir leka og allar nauðsynlegar ráðstafanir varðandi skyndihjálp.
  • Varasöm efni: Notkun slíkra efna skal vera undir ströngu eftirliti frá tilgreindum hæfum yfir umsjónarmanni sem skal tryggja að efnin séu geymd, meðhöndluð, notuð og fargað samkvæmt ýtrustu kröfum framleiðanda og gildandi reglugerðum.